Opinn fundur matsfræðifélagsins 3. apríl

Fundurinn verður haldinnn á Menntavísindasviði í Stakkahlíð, kl. 16:00, stofa verður auglýst síðar

Gestur fundarins er Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor við Menntavísindasvið. Yfirskrift erindis hennar er:

Matsniðurstöður sem skiptimynt á markaði: Um gæðaumræðu skóla í markaðsvæddu menntakerfi.

Í erindi sínu mun Berglind fjalla um þau matskerfi sem byggja ábyrgðarskyldu og samkeppnishæfni skóla á þröngt skilgreindum mælikvörðum í afmörkuðum námsþáttum og hvernig slíkar niðurstöður hafa verið notaðar sem skiptimynt á menntamarkaði með ófyrirséðum afleiðingum fyrir félagslegt réttlæti og almennt menntahlutverk skóla.

Berglind Rós Magnúsdóttir (brm@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1998, MA-prófi frá Háskóla Íslands 2003 og varði doktorsritgerð sína við Cambridge-háskóla í Bretlandi í desember síðastliðnum. Hún hefur m.a. starfað sem grunnskólakennari, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands og sem ráðgjafi Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Helstu rannsóknarsvið hennar eru jafnrétti og félagslegt réttlæti í skólastarfi með áherslu á stétt, uppruna, kynferði og fötlun og rannsóknir á menntastefnu með áherslu á að skilja áhrif markaðsvæðingar á menntakerfið.

 

 


Aðalfundur félagsins 6. maí 2013

Boðað er til aðalfundar í Íslenska matsfræðifélaginu fimmtudaginn 6. júní 2013, klukkan 12:00-13:00.  Staðsetning:  Fundarherbergi á 5. hæð í Bolholti 6, húsnæði Menntavísindasviðs.

 Dagskrá fundarins:

 Lögmæti fundarins kannað

 1. Kosning fundarstjóra
 2. Ársskýrsla stjórnar
 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar (engar tillögur borist)
 5. Kosning nýrrar stjórnar. 
 6. Kosning skoðunarmanna reikninga 
 7. Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eða varastjórn matsfræðifélagsins vinsamlegast sendið póst á: bjork.olafsdottir@reykjavik.is fyrir lok maí.

Glærur frá kynningarfundi í Námsmatsstofnun 3. maí 2013

íslenska matsfræðifélagið maí 2013 

 

Kynningarfundur í Námsmatsstofnun 3. maí

Föstudaginn 3. maí stendur Íslenska matsfræðifélagið fyrir hádegisfundi. Um er að ræða kynningarfund þar sem Þóra Björk Jónsdóttir, deildarstjóri matsdeildar hjá Námsmatsstofnun, mun taka á móti okkur og segja frá nýju fyrirkomulagi á ytra mati á skólastarfi.

Frá 1. janúar 2013 fluttist umsjón og framkvæmd ytra mats á leik- og grunnskólastarfi frá mennta- og menningarmála­ráðuneytinu til Námsmats­stofnunar. Þóra Björk mun kynna nýstofnaða matsdeild og segja frá fyrirkomulagi og framtíðar­áformum um ytra mat á leik- og grunnskólum. Að lokinni kynningu er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Námsmatsstofnunar við Borgartún 7a frá klukkan 12.00 – 13.30. Fundurinn er ætlaður félögum í matsfræðifélaginu og gestum þeirra. Boðið verður upp á léttar veitingar og því væri gott ef þið létuð vita um þátttöku fyrir 1. maí svo unnt sé að áætla magn veitinga.

Þátttaka tilkynnist til Bjarkar á netfangið: Bjork.Olafsdottir@reykjavik.is

Kynning á tilraunaverkefni um ytra mat á grunnskólum

Slæður frá kynningunni:

Kynning í matsfræðifélaginu 20. sept

Kynningar- og umræðufundur

Fimmtudaginn 20. september stendur Íslenska matsfræðifélagið fyrir kynningarfundi þar sem sagt verður frá sameiginlegu tilraunaverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um ytra mat á grunnskólum.

Haustið 2010 var stofnaður faghópur til að meta hvort grundvöllur væri fyrir samstarfi sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis um reglubundið ytra mat á grunnskólum að teknu tilliti til laga um grunnskóla. Faghópnum var falið að móta hugmynd að samstarfi og lagði hann fram tillögu um útfærslu ytra mats á grunnskólastarfi vorið 2011. Undirbúningur að ytra mati sem byggði á tillögum faghóps hófst haustið 2011 og í byrjun janúar 2012 fór af stað tilraunaverkefni sem stóð yfir fram í júní sama ár með þátttöku sex grunnskóla.

Á fundinum mun Björk Ólafsdóttir kynna tillögur faghópsins, segja frá tilrauna-verkefninu og þeim viðmiðum sem matsaðilar studdust við í matinu. Að lokinni kynningu er gert ráð fyrir umræðum.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í stofu K-206 frá klukkan 15.00 – 16.30. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum.

Aðalfundur matsfræðifélagsins 30. maí

Boðað er til aðalfundar í Íslenska matsfræðifélaginu miðvikudaginn 30. maí 2012, klukkan 12:00 – 13.00.  Staðsetning:  Borgartún 30, 5. hæð í húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Fundarherbergi: Allsherjarbúð

 Dagskrá fundarins:

 Lögmæti fundarins kannað

 1. Kosning fundarstjóra
 2. Ársskýrsla stjórnar
 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar (engar tillögur borist)
 5. Kosning nýrrar stjórnar (ekki kosning í ár). 
 6. Kosning skoðunarmanna reikninga (ekki kosning í ár)
 7. Önnur mál, s.s. hugmyndir að dagskrá fyrir næsta vetur

Kynningarfundur

Þann 24. apríl næstkomandi stendur Íslenska matsfræðifélagið fyrir fundi þar sem kynntar verða tvær nýlegar rannsóknir er tengjast mati á skólastarfi. 

Halldóra Pétursdóttir gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar sem fjallar um matsaðferðir í leikskólum og tengingu þeirra við matsnálganir og matsstaðla. Hún var framkvæmd í leikskólum í Reykjavík á árunum 2009-2010 og styrkt af Reykjavíkurborg.    

Halldóra Magnúsdóttir fjallar um niðurstöður meistararitgerðar sinnar sem ber heitið: „Bright start“: námsefni og kennsluaðferðir sem efla nemendur og móta góðan skólabrag. Bright Start er nýtt námsefni á Íslandi þar sem áhersla er á markvissa þjálfun vitrænna ferla hjá börnum. Í rannsókninni fylgdist Halldóra með kennslu þar sem Bright Start var notað og lagði mat á frammistöðu barnanna í völdum þáttum, fyrir og eftir kennsluna.

Fundurinn verður haldinn í Vindheimum á 7. hæð Borgartúni 12-14 frá klukkan 16.00–17.30. Allir velkomnir.

Frestun á kynningarfundi Íslenska matsfræðifélagsins

Af óviðráðanlegum ástæðum verður kynningarfundi á vegum Íslenska matsfræðifélagsins sem átti að vera í dag frestað. Tilkynning um nýjan fundartíma verður send út síðar.

Kynningarfundur

Þann 17. janúar næstkomandi stendur Íslenska matsfræðifélagið fyrir fundi þar sem kynntar verða tvær nýlegar rannsóknir er tengjast mati á skólastarfi. 

Halldóra Pétursdóttir gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar sem fjallar um matsaðferðir í leikskólum og tengingu þeirra við matsnálganir og matsstaðla. Hún var framkvæmd í leikskólum í Reykjavík á árunum 2009-2010 og styrkt af Reykjavíkurborg.    

Halldóra Magnúsdóttir fjallar um niðurstöður meistararitgerðar sinnar sem ber heitið: „Bright start“: námsefni og kennsluaðferðir sem efla nemendur og móta góðan skólabrag. Bright Start er nýtt námsefni á Íslandi þar sem áhersla er á markvissa þjálfun vitrænna ferla hjá börnum. Í rannsókninni fylgdist Halldóra með kennslu þar sem Bright Start var notað og lagði mat á frammistöðu barnanna í völdum þáttum, fyrir og eftir kennsluna.

Fundurinn verður haldinn í Vindheimum á 7. hæð Borgartúni 12-14 frá klukkan 16.00–17.30. Allir velkomnir.